VÖRUNOTKUN

Italian Roast


MEÐFERÐ VARANNA OG BLÖNDUN

  • Fyrir ákjósanlegustu bragðgæði blandið þá kaffið í sirka 200ml af heitu vatni.  Athugið að hafa vatnið ekki við suðumark þar sem of heitt vatn gæti minnkað virkni náttúrulegu efnanna.


NOTKUN

  • Fyrir fulla verkun af kaffinu þá er mælt með að drekka fyrsta bolla 30-60 mínútum fyrir fyrstu máltíð dagsins og seinni bollann seinnipartinn, en þó alls ekki seinna en 5-6 klst fyrir svefn.
  • Ef þú ert að byrja á kaffinu í fyrsta skiptið þá er mælt með að byrja rólega og byrja á 1 morgunbolla.  Ef fólk finnur mikla og/eða óþægilega verkun á einum bolla þá er mælt með að byrja á hálfum morgunbolla og auka svo í 1 morgunbolla á næstu dögum á eftir.
  • Í framhaldinu kjósa margir að fara í 2 bolla á dag til að fá hámarks verkun allan daginn sem endist svo fram að svefntíma.  Þá er drukkinn morgunbolli og svo annar síðdegis (5-6 klst fyrir svefn).  Það er samt ekki mælt með að drekka fleiri en 2 bolla á dag.  Mörgum dugar þó einn bolli á dag, sem má þá jafnvel seinka fram á daginn ef fólk vill að verkun nái fram á kvöld.  Einnig dugar sumum að taka hálfan bolla fyrir morgunmat og hálfan bolla seinnipartinn.
  • Finnið hvað hentar ykkur best og sníðið þetta svoítið eftir hvenær tíma dags ykkar matar/sykurlöngun er vanalega sem mest/eða orkan sem minnst þ.e sá tími sem vanalegast er að þið missið stjórn á réttu fæðuvali/magn fæðu eða sá tími dags sem orkan er vanalega í lágmarki.


VATNSBÚSKAPUR

  • Það er mjög MIKILVÆGT að drekka eitt vatnsglas fyrir hvern bolla og einnig er mælt  með að drekka vel af vatni yfir daginn.  Þetta er mikilvægt þar sem efnaskiptin verða hraðari og meira af eiturefnum sem þurfa að skolast út úr líkamanum, sem og að kaffið inniheldur grænt te sem er vatnslosandi.  Ef líkaminn þornar þá skolast eiturefnin síður út sem og að þá getur orðið vart við meltingarvandamál.


MATUR

  • Það er vert að nefna að það er mjög mikilvægt við þyngdarlosun að gleyma EKKI að borða.  Ef við borðum sjaldan yfir daginn, þá er hætta á að efnaskiptin fari í hægagang og vinni á móti þeirri efnaskipta hröðun sem kaffið gefur.  Það þarf að halda brennslunni gangandi með því að borða reglulega yfir daginn en velja þá hollari kosti.

ÁRANGURSMÆLINGAR

  • Vert er að nefna að reynslan okkar á kaffinu hefur verið sú að fyrstu vikuna verða oft ekki miklar breytingar á vigt, en hins vegar minnki ummál líkamans.  Við mælum því með að neytendur kaffisins vikti sig og taki ummál líkamans við upphaf notkunar á kaffinu.
  • Við mælum með að mæla ummál yfir brjóstum og undir brjóstum (hjá konum), mitti, læri og upphandleggi.  Endurtaka svo mælingar á viku fresti.

ATH:
Það er ávallt á ábyrgð neytandans að lesa þær viðvaranir sem eru utan á vörum sem neyttar eru

Close Menu